Einkakot

Við bjóðum upp á einkatíma fyrir vina-, vinkonu-, vinnu-, steggja- og gæsahópa, svo eitthvað sé nefnt.

Sérstakur gusu-tími er í boði fyrir hópinn ykkar þar sem þið getið komið með tillögur að uppsetningu tímans eða leyft okkur að ráða ferðinni.

Ef þétt er setið í Einkakoti geta verið allt að 14 manns inni í einu, en þægilegastur fjöldi er 12 manns.

Verð fyrir Einkakot: 65.000 kr

Við tökum einnig að okkur að útbúa skemmtidagskrá í kringum gusu-tíma fyrir stærri og smærri hópa – hvort sem um er að ræða heilan dag eða hluta úr degi.